Skallinn.  

Skallinn skoðar sinn eigin brenglaða hugsanagang og jafnvel einhverra annara. Skallinn er þver og óragur við að segja sína meiningu. Þetta getur leitt til þess að margur maðurinn fyllist viðbjóði á persónu Skallans en aðrir fyllast lotningu og þrá á að umgangast þennan mæta kappa.


Vefsýni
Herragarðsjómfrúin
Raggi Risalókur og bryndilbytta.
Refurinn ómótstæðilegi
Hafdís
Helga Björg Garðsskvíza
Árni Ívar: Hr.Ferlegur.
Gilli bró: Geðveiki múrarinn
Hulda mágkvendi
Marinó Elí litli frændi
Kristín Björg litla systir
Kristín Björg litla systir II
Kiddi bró og félagar
Kristín Gyða mágkvendi
MR.Jones
Manni sinn
Siggi Heiðarr stórmæster
Feitilíus frændi
Gunnar Freyr dómaraskandall.
Metal-flug.is
Auður Hvanneyrarskvíza.
Sandra Akureyrargella.
Skrattarnir í Snæfelli.
Kransinn frændi.
Hafsjór af fróðleik og Iddi Biddi blogga.
Várum Kári hinn afdalalegi.
. Gunnur ektakvendi Várum Kára.
ElsaPelsaKúluHaus.
Díana Söndru systir.
Hólmatindurinn.

Skemmtilegt.
Er ástin þín?...

Íþróttalið og annað sport.
Körfuknattleikssamband Íslands.
Dómarasíðan.
Annað heimili Skallans.
Karfan.is.
SkallagrímsStórveldið hið litla.
Vestfjarðarstórveldið KFÍ
Norður Ameríski körfuboltinn
New York Knicks.
Portland TrailBlazers.
Norður Ameríski Fótboltinn.
Green Bay Packers.
Pride of Massachusetts: The Patriots.
Norður Ameríska Íshokkíið.
Buffalo Sabres.
Boston RedSox.
Blackburn Rovers.
Queens Park Rangers.
Teamtalk.com.
Soccernet.com
ESPN.
SI basketball.
Hoops Hype.
Eurobasket.
Harpixhnoðararnir sem stunda Skipulögð Fjöldaslagsmál.
Landssamband Tuðrusparkara.

Aðrir Hlekkir
Bubble-shooter leikurinn ofl.
Flott íþróttaföt í USA.
E-Messenger.
Hotmailið.
Webmessengerinn.
Humberto Ramos.
Joe Madureira einn af mínum uppáhalds teiknurum.
meira frá Joe Madureira.
Myndir eftir meistara Caravaggio.
Mín uppáhaldsmynd eftir Caravaggio.
Borgarbyggð.
Borgarfjörður.
GI-Joe collectorssíða..
Uppáhalds Star Warssíðan mín.
Stjörnustríð.
Leikfangafyrirtækið Hasbro.
Sir Steve og Star Wars.
Brians Toys.
mynd eftir Ale Garza(frábær teiknari).
fyrir þá þurfandi.
fyrir þá þurfandi 2.
Fínt porn.
Flott porn leitarsíða.
Klassa Evrópuklám.
SÚ MEST FYNDNASTA SÍÐA SEM ÉG HEF Á ÆVINNI SÉÐ!!.

Barnalandssíður
Birna Rún Himinbjörg Waage.
Marinó Elí, Tinna Von og Birgitta Nótt Waage.
Marinó Elí Waage.
Cecelia Marín Waage.
Viktoría Maren Waage.
Aníta Kristín og Emilía Rún.
Nökkvi Þór Guðmarsson.
Alexander hennar Hafdísar.
Anna Karen hennar Hafdísar.
Magnús Sindri Kela og Gudduson.
Valgerður Alda.
Arnar Logi.
Elías Ingi Þorvaldsson.
Marinó Pálmason Sævarssonar.
Aron Elí og Rakel mamma hans.
Arnar Freyr og Ása mamma hans.
Ísak og Hrafnhildur mamma hans.

Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com
Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

Gamalt Skallamál
Weblog Commenting by HaloScan.com


 

Jahhh hver Emillinn og hver Þremillinn.

Hef ákveðið að segja skilið við blogspot sem mitt bloggkerfi, hef tekist á við samninga við Blog.central.is og hef ég tekið að mér vefsvæðið: Blog.central.is/skallinn14
Gaurinn hefur nú ekki frá mörgu að segja, stend í því enn einu sinni að vera veikur...ég veit ekki hvað þetta er, ég sem er nánast aldrei veikur, ligg með hverja flensuna og hitann á fætur öðrum. Virkilega slæmt...
Mér og strákastóðinu vinum mínum, hefur verið boðið til Grindavíkurhrepps, eða nærsveitar hans í afmælisveislu Sigga Heiðarrs og Bennýjar á laugardagskveldið.....Siggi er 27 ára og Benný 25 ára, þarna verður væntanlega ógnarfjör eins og alltaf þegar að við vinirnir komum saman :)
Ég hef ákveðið það að blogga ekkert um deitmál mín, en ég verð samt að segja ykkur að það er ákveðin stúlka til staðar og það er mikil hrifning til staðar hjá mér ;)
Ég stefni líka á það, vonandi á fimmtudags-eða föstudagskvöldið að skella mér til að sjá World Trade Center myndina, verð bara að sjá hana, hef heyrt að hún sé virkilega góð.
Skallarnir spiluðu í Höllinni í síðustu viku, spiluðu á móti Keflavík, vorum betri eiginlega allan tímann, en köstuðum frá okkur sigrinum í lok 4ða leikhluta og komumst þar af leiðandi ekki
í úrslitaleikinn á móti Njarðvík :(
En deildin byrjar í næstu viku, með leik minna manna í Keflavík og svo leikur á móti Njarðvík í Borgarnesi á sunnudeginum.
Ég er að taka ræktina enn á fullri ferð, er ánægður með það sem er að gerast, það er enn smá bumba, en hún fer minnkandi með hverri vikunni, það er samt ein ákveðin stúlka sem hefur verið alltof dugleg ;) að gefa mér kók og snakk, þegar að ég kíki í heimsókn.....hehehehe og ég sem er hættur að drekka kók......segjum bara að þetta hafi verið gert til hátíðarbrigða!!!!!
Birna sæta var hjá mér um helgina, ohhhhhh, hvað hún er falleg og yndisleg, ég gjörsamlega elska þessa litlu stelpu....hittum gamla Borgnesinga á laugardaginn og þau voru að dást að dóttur minni, spurðu hvenær hún hefði orðið 3ja ára???!!!! Ég þurfti nú bara að segja þeim að hún væri nú bara 2ja ára síðan í maí, þau varla trúðu því, enda er hún hávaxin og rosalega skýr þegar að hún talar :)
Og svo einar fréttir í viðbót, ég hef verið fluttur til í starfi, á gamla staðinn minn, Fiskbúðina Vör uppi á Höfða, þeim vantaði einhvern þar til að bústa upp söluna.... ;)

Jæja, ætla að láta þetta duga í bili....heyrumst seinna.

JoeJoe


  Mælir heilagur Johann þá klukkan slær 4:01 e.h.


miðvikudagur, október 11, 2006  

 

Loðbrókin ógurlega mætt....en þó ekki Ragnar!!!! :)

Drengurinn smellti sér á djammið um helgina, hitti nokkra vini, en var svo boðið heim til Thelmu dóttur hans Gaua Þorsteins vinar míns, hún er í háskólanum hérna í Reykjavík og býr í stúdentagörðunum.
Ég lenti í drykkjuleik við Thelmu og Söru frænku hennar, endaði aðeins fyllri, aðeins fyrr en ég ætlaði mér....horfði á vídeó frá fjölskylduferð fjölskyldna þeirra til Danmerkur í vor, þar sem að vinur minn Einsi, tengdasonur Gaua og kærastinn hennar Söru léku aðalhlutverkin, íklæddir í hermannabuxur og "wife-beaters"boli með banjólögin úr Deliverance spiluð undir....(Squeal like að Pig, boy, squeal like a Pig!!!)....endalaust mest eftirminnilegasta setning í kvikmyndasögunni, að vísu ásamt nokkrum öðrum. Ég hló svo mikið af þessu videói að ég nánast datt að kollinum sem ég sat á, Thelma náði að grípa í mig...hehehehehehe
Enduðum á að fara á Nasa, þar sem að Sálin var að spila...ferlega gaman, ég dansaði og dansaði.

Skellti mér svo í gær upp í Borgarnes. Kíkti á leik Skallagríms og Hauka....í stuttu máli sögðu, þá sáu Haukar aldrei til sólar í leiðinlegum og hægum leik, sem bar með sér allan þann haustbrag sem hægt er að bera með sér. En leikurinn sýndi svo um munar, hvað við Borgnesingar megum búast við í vetur, 9 menn skiptu með sér 98% af leiktímanum, en það er af sem áður var, þegar að við höfðum rétt svo 6-7 menn sem gátu spilað af einhverri getu og hitt voru bara einhverjir guttar.....í dag getum við spilað á Jovan, Dimitar, Haffa, Pálma, Axel, Svenna, Hemma, Pétri og kana...ásamt Finni Jóns, sem virðist vera að koma sterkur inn aftur.....og getan á vellinum dettur ekkert niður við skiptingar í leiknum. Það eina sem ég vill breyta, er að skipta kveifinni honum Darrell Flake út og fá annan sem eitthvað getur....í gær virkaði Flake á mig og held ég alla, sem latur, áhugalaus, metnaðarlaus og hreint út sagt bara lélegur......við eigum heimtingu á að fá annan í hans stað og eigum ekki að vera að leika okkur að fyrstu leikjunum eins og gert var í fyrra með 7 fetin af Manker-sultunni.
Ég tel okkur Skallana þurfa, ef við ætlum að ná í einhvern titil í vetur, einn stóran kana, sem er frekar meira varnarsinnaðari en hitt.....þurfum að fá kana sem tekur 15-20 fráköst, er fastur fyrir undir körfunni og skorar svona 14-16 stig í leik....við erum með nóg af sóknarvopnum, eins og sást best í gær. En, það er Laugardalshöllin á fimmtudaginn, og við Skallar mætum þar Keflavík, sem eiga harma að hefna fyrir úrslitakeppnina í vor....í hinum undanúrslitaleiknum mætast svo Njarðvík og KR. En þetta eru einmitt liðin sem enduðu í 4 efstu sætunum í vor í úrslitakeppninni.

Nú svo eru mínir menn í Blackburn á fljúgandi siglingu og eru í hnapp með uppáhaldsliðum bræðra minna, Liverpool og Arsenal...Arsenal er í 8. sæti með 11 stig, Blackburn í 9. sæti einnig með 11 stig og Liverpool í 10. sæti með 10 stig. Og 14. október mætast einmitt Liverpool-Blackburn, spurning um að skella sér í heimsókn til Bjarna bró....kannski verða einhverjir Pool-arar fótbrotnir!!!!!! :D

Ræktin er svo tekin á fullu, hitti pabba í gær á leiknum sem kommentaði á það að ég væri orðinn spengilegur.....er að verða ansi ánægður með mig og ætla mér að ná mér niður fyrir 90 kg fyrir áramót.

Skallinn......á siglingu í átt að ákveðnum markmiðum og sáttur með það.


  Mælir heilagur Johann þá klukkan slær 3:48 e.h.


mánudagur, október 02, 2006  

 

Skallinn er svakalegur....

Skallinn skellti sér á djammið í gær....var drifinn af stað um miðnætti af vinum, það var kíkt á hina ýmsustu staði. Gaurinn dansaði af sér lappirnar, átti sígild tilþrif á dansgólfinu og dró upp úr vasa mínum ýmis fleiri.....enda hlaut eðalmeistarinn ýmsar kynlegar augngotur og sigldi á milli dansfélaganna sem fylgdust með af aðdáun.
Nú stefnan er sett út á lífið aftur í kvöld, staffadjamm, sullandi bjór út um allar trissur og syngjandi gleði....hef lagt það til við sjálfan mig að enda á Nasa í kvöld, þar sem að Sálin er að spila.....veit um fullt af fólki sem ætlar þangað, dóttir Gaua vinar, hún Thelma bauð mér að kíkja og dansa við sig.....hugsa að ég smelli mér bara!!!!

Ógnargleði og fjör í sjónmáli, annað kvöldið í röð........ætla að djamma feitt með vinnufélögunum, sem eru nota bene flestir single líka...

Sjáumst kannski á djamminu ;)

Skerpresturinn sjálfumglaði.......


  Mælir heilagur Johann þá klukkan slær 7:04 e.h.


laugardagur, september 30, 2006  

 

Che cazzo fai.....

Ég er í beinu sambandi við Himnaföðurinn......það verður seint hægt að loka mig inni á einhverju hælinu fyrir að segjast vera inni í innsta hring Guðslegs valds, þar sem að ég er með þetta skrifað skýrum stöfum á blogginu mínu.
Jamm, það er nokkuð ljóst að Gunni vinur minn í Krossinum og Betel-Snorri hafa misst sinn sess, sem boðberar fagnaðarerindsins hérna á norðurhjara....þeir segja að Himnafaðirinn tali til sín daglega, en eru þeir með bein skilaboð frá honum smelltum á bloggsíðuna sína...nei held ekki!!!
Ég tel að Skerpresturinn Skriðu-Brandur megi nú telja sig sem helsta erindreka Himnaríkis á Skandinavíusvæðinu, og að fólk skuli tilbiðja meistarann sem Skurðgoð og Sauðlauk Skírara.
Annars held ég að Guð-inn sem skrifar á bloggið mitt, telji mig vera einhvern andsvítans Anti-Krist, því að hann hefur sett ofan í við mig að vera með tilfinningaþvælu og líkti mér meira að segja við Brokeback Mountain gaur.....já, þið náið þessu væntanlega á sama hátt og ég, ekki satt.....kvenfólk í hinum ýmsustu sýslum hélt varla nærbrókum sínum nema semí-þurrum við að fylgjast með gaurunum reka kindur og kúra hjá hvor öðrum, fannst þeir ægilega sætir og allt það........það er væntanlega það sem ég á að túlka út frá þessum orðum Guðs, ég er forkunnarfagur og draumur allra kvenna, eða eins og sagði einhverntímann í góðri skruddu: "I am Moonlight walking, I am the Love of every Woman, I am the Envy of every Man". Og með eindæmum hýr og glaður :D

Ég er líka viss um að Jason félagi minn Statham hefur skælt einhverntímann, rétt eins og töffarar á borð við mig, Burt Reynolds, Chuck Norris og Andy Garcia :)
Annars er gaman að óbermi og háleistar allra drullumalla og endaþarmsúrgangslosunarhesthúsunarmeistarar skuli líka lesa þetta blogg, alveg eins og allt hitt skrítna og skemmtilega fólkið sem þykir svo vænt um mig, alltaf gott að hafa fjölbreytni í aðdáendahópnum. Annars er nú alveg hægt að fá boldangs harðlífi af vitleysisskrifum, en vonandi tekst mér að kristna ykkur heiðingjana, svo að allir verði mér alltaf sammála, elski Alheimsaflið myndarlega og tilbiðji Skrattakollinn forkunnarfagra...annars brennið þið í 7unda fordyri Helvítis ;) Muhahahahahaha......Drottnunarvald mitt er óumsemjanlegt!!!!

Annars ætla ég að fara að kveðja núna, ætla að fara og bæta minn guðdómlega vöxt í ræktunarhúsi Mosfellsbæjar og nærsveita, svo ég geti stundað almenna strípihneigð seinna í vetur eða í kringum næsta sumar...Jarpur frá Eyvindará var stóðhestur mikill og það er ég líka, annað en sumir sem sjá ekki út fyrir sinn eigin mykjuhaug.

Hundraðshöfðinginn Skallinn Skriðubrandur kveður undirtyllur sínar með virktum.


  Mælir heilagur Johann þá klukkan slær 7:51 e.h.


fimmtudagur, september 28, 2006  

 

Fór í bíó í kvöld.

Fór í bíó í kvöld og sá einhverja þá bestu mynd sem ég hef séð á árinu, hún heitir Crank og er með meistaranum og ofurtöffaranum Jason Statham.....þvílík endemis snilld sem þessi mynd var, mig langar til að hitta manninn sem spann þessa sögu og skrifaði handritið. Og ef það verður búin til mynd um mig einhverntímann, þá vill ég að Jason Statham leiki Skallakvikindið!!!! ;)

Annars lítið af mér að frétta, ætla að skella mér á körfuboltaleik eftir vinnu á föstudagskvöldið, ætla að halda í Gettóið og sjá ÍR-Haukar, því að annað liðið mætir okkur Sköllunum á sunnudaginn í gryfjunni heima í Borgarnesi.
Á laugardaginn verður nokkurskonar óvissuferð á vegum Fiskisögu, veit að það á að halda á suðurlandið...meira veit ég ekki!!! Kannski verð ég kenndur, kannski ekki ;)
Og á sunnudaginn, hyggst ég halda í Borgarnesið fagra og sjá fyrsta kappleik vetrarins þar í bæ og ef við vinnum ÍR/Hauka, þá erum við komin í Höllina.......

Og samkvæmt prófi sem ég tók á netinu, sem Hafdís sendi mér, þá er ég erki-kynlífsfíkill....þó ber mér að telja mér það til tekna að þetta próf hafði sín takmörk og án efa þá eru allir sem svara þessu prófi með fleiri en 2 jáum, kynlífsfíklar......en já, kynlíf er skemmtilegt og það er gott og veitir manni ákveðna fró....best auðvitað ef tilfinningar eru með í spilinu.

Tummas Pauli Poulsen, fréttaritari Færeyjatíðinda á Jan Mayen.


  Mælir heilagur Johann þá klukkan slær 2:00 f.h.


þriðjudagur, september 26, 2006  

 

Bílakaup á föstudaginn

Ég verslaði mér nýja drossíu í gær........Subaru Foresterinn minn var hálfgert hræ þegar að ég keypti hann og fékk sko aldeilis að kenna á því í eignartíð minni, en eins og margir vita, þá gekk einhver á hann með lykli einn morguninn og rispaði hann svakalega.. Svo er margt farið að gefa sig i honum, hann gengur furðulega og étur bensínið eins og að honum sé borgað fyrir það, og það er einmitt ég sem borga ofan í tankinn á honum ;)
Stundum þegar að ég er að keyra innanbæjar á honum, þá liggur við að ég horfi á nálina hreyfast millimetra fyrir millimetra, sem er ekki gott.....og svo voru dempararnir farnir að gefa sig og margt fleira, ekki notendavænn bíll.

Jæja, minns tók sig bara til og verslaði sér 2005 árgerðina af Hyundai Getz í gær, silfurgráan, snarann í snúningum, kannski ekki eins kraftmikinn og Subaru-inn en eyðslugrannann og það er það sem ég þurfti.

Ég og Birna erum saman um helgina, Birna fékk sitt M&M í morgun enda nammidagur og svo erum við að hugsa um að kíkja í bíó í dag eða á morgun og okkur langar til að sjá nýju Disney-myndina The Wild. Birna fílar það í botn að fara í bíó og fá popp og kók, en hún einmitt fær ekki gos hjá pabba sínum nema einstaka sinnum.

Skallarnir spiluðu æfingaleik við Snæfell í Borgarnesi í gærkvöldi, og unnu 79-78. Mér líst bara vel á veturinn, Svenni Blöndal er að detta flott inn í liðið og gæti verið punkturinn fyrir aftan sem okkur vantaði upp á. En ég er mjög vonsvikinn með Darrell Flake, tel hann ekki hafa komið hreint fram við okkur Skallana, hann segist hafa verið að spila og svona í sumar, en er bara þungur og lélegur......ættum að kötta hann frá okkur sem fyrst og fá Byrd aftur, sem ég held að bíði eftir símtali úr Borgarnesinu :D
Það er ekki nema circa vika í fyrsta mót, Powerade-bikarinn er um næstu helgi og er ég að hugsa um að skella mér í Seljaskóla á föstudaginn 29 og horfa á ÍR-Hauka, en annaðhvort liðanna mætir okkur Borgnesingum í Borgarnesi tveimur dögum síðar, en við einmitt sitjum hjá í fyrstu umferð, þar sem að við urðum í topp fjórum á síðustu leiktíð. Og ef við vinnum ÍR/Hauka, þá förum við í Laugardalshöllina í Hin frábæru 4.

Jæja, hafið það öll sem best........og nota bene, ég hef mikið verið að hugsa um að halda upp á 30 ára afmælið mitt, sem ég frestaði um daginn.....ætli ég haldi ekki smá partý, einhverntímann í næsta mánuði, ég mun láta heyra frá mér um það......

Kveðja
Skallinn pabbalingur.

Ps: og tékkið endilega á þessum vídeóum, þau eru snilld :D
Black (Cock) Hawk helicopter...hahaha
Brjálaður Þjóðverji....svona gera menn bara ekki!!!
Human Beatbox....þessi minnir mig bara á svertingjann með hljóðin í Police Academy ;)
Yuri Lane.....ótrúlega skemmtilegur með munnhörpuna ;)
Schlomo...hann er ekki slæmur heldur :)
Þvílík meiðsli...sjaldan séð annað eins ;)
Slamball.....hreint út sagt æðisleg íþrótt, sem sameinar báðar mínar uppáhaldsíþróttir, körfubolta og amerískan fótbolta.


  Mælir heilagur Johann þá klukkan slær 11:05 f.h.


laugardagur, september 23, 2006  

 

Ræktin, heilbrigt líferni og frásögn um bílslys.

Er andvaka og get ekki sofnað.....minns kominn á fullt í heilbrigt líferni, er búinn að vera í ræktinni og hef verið að temja mér heilbrigðara mataræði, kominn tími á að verða flottur líkamlega aftur. Ég er búinn að missa 2 kíló á 2 vikum núna og virðist þetta allt ætla að renna af mér, þar sem að ég er hættur að borða nammi í bili, drekka gos og borða brauðmeti og annað hveitidrasl, nema þá kannski extra gróft brauð við og við :)
Kom heim úr vinnunni um klukkan 8 í kvöld og þrátt fyrir langan og erfiðan vinnudag, þá skellti drengurinn sér í ræktina og hljóp frá sér von og vit og lyfti aðeins.

Var svo aðeins að browsa um á netinu og skoða síðurnar hjá vinunum og rakst á link inn á síðu á einni þeirra. Við lesturinn á frásögninni sem var inni á síðunni gat maður ekki varist því að fá tár í kvarmana, virkilega átakanleg frásögn.
Tékkið á þessari síðu: http://blog.central.is/hrund

Við þennan lestur, fór ég að hugsa og minningarnar byrjuðu að hrannast upp. Sumarið 1994 missti ég sjálfur frænda minn og einn besta vin í bílslysi. Guðjón frændi minn var á leiðinni úr Hreðavatnsskála ásamt Jóa vini sínum, þeir höfðu misst af fari niður í Borgarnes og ákváðu að ganga áleiðis og reyna að húkka sér far. Þeir voru báðir klæddir í svarta leðurjakka og ákváðu þeir að ganga sitthvoru megin við þjóðveginn, og þar sem að þetta var síðsumars, þá var byrjað að rökkva ansi mikið.
Við akstur á þjóðvegi 1 í Borgarfirðinum þessa sömu nótt, var ungur maður, sem hafði villst, var á leiðinni til kærustunnar sinnar sem átti heima á sveitabæ einhversstaðar í héraðinu. Hann er að keyra Norðurárdalinn og sér allt í einu Jóa vin Guðjóns og ákveður að sveigja aðeins út í kant en lendir þá á Guðjóni, hann sá hann of seint. Guðjón frændi minn Rúnarsson dó þessa nótt. Ég var búinn að vera að vinna á hótelinu í Dölunum hjá Ella frænda þetta sumar og hafði ekkert séð Guðjón allt sumarið....ég man eins og það hefði gerst í gær, þegar að mamma hringdi og sagði mér að Guðjón væri dáinn. Þegar að einhver náinn manni deyr, er eins og að hluti af hjartanu visni á þeirri sömu stundu. Ein erfiðasta stund sem ég hef upplifað.
En ég veit að minn kæri frændi og vinur fylgist með mér, því að þegar að ég bjó úti í USA, þá dreymdi mig hann, sama drauminn, í heila viku, á hverri nóttu....ég varð hræddur en var tjáð að þetta væri einungis hann að láta mig vita af sér.

Ég hvet alla til þess að fara inn á www.stopp.is og skrá sig þar inn, hver einasti Íslendingur ætti að vera skráður þarna inn.

Endilega lesið frásögnina hennar Hrund um systur hennar á síðunni sem ég nefndi fyrr, þetta er mjög innileg grein.

Kveðja
Jói Waage.


  Mælir heilagur Johann þá klukkan slær 2:15 f.h.


föstudagur, september 22, 2006  
Powered By Blogger TM